Remedíur til sjálfshjálpar, í bráðatilfellum:

Taktu aðeins það magn sem þú þarft og ekkert umfram það. Inntöku skal ávallt hætt þegar svörunar verður vart.
Aconite
ACONITE – Acon.
Gagnast mjög vel í öllum neyðartilvikum og einnig á fyrstu stigum sýkingar svo sem í upphafi kvefs, hálsbólgu eða eyrnaverks, einkum ef kaldur og þurr vindur eða mengun í andrúmslofti er líkleg orsök. Ef inntaka er hafin nógu snemma getur það stöðvað sýkingu. Aconite dregur úr miklum sársauka. það dregur líka úr kvíðaköstum hver sem ástæða þeirra kann að vera. Ef Aconite er tekið þegar eitthvað kvíðvænlegt er framundan róar það taugarnar og eyðir óttanum.

ARGENTUM-NITRICUM

ARGENTUM NITRICUM – Arg nit.

Er eitt besta smáskammtalyfið gegn kvíða vegna einhvers sem í vændum er, sérstaklega þegar stöðugar áhyggjur eru af því að eitthvað muni fara úrskeiðis varðandi komandi atburða, t.d. próf, tíma hjá tannlækni, flugferð eða jafnvel brúðkaup. Arg nit eyðir vaxandi kvíðanum hvort sem hann er huglægur eða birtist sem óþægindi í maga og viðkomandi getur farið að einbeita sér að og njóta þess sem í vændum er í stað þess að hafa af því stöðugar áhuggur.

Arnica
ARNICA – Arn.
Er sú remedía sem fyrst er gefið við hvers kyns meiðslum og áverkum en það dregur úr mari, stöðvar blæðingu og léttir á áfallaeinkennum, allt í senn. Arnica eflir gróanda í sárum hvar sem þau eru á líkamanum. Arnica er líka mikil hjálp gegn yfirþyrmandi þreytu og streitu af völdum hvers kyns áfalla, allt frá flugþreytu til ástvinamissis. Ef þessi remedía er tekin fyrir uppskurð hraðar það heilunarferlinu og flýtir fyrir bata hvort sem um smærri sem stærri aðgerðir er að ræða. Arnica er remedía sem alltaf er gott að hafa til taks t.d. þegar einhver meiðir sig.

Arsenicum1
ARSENICUM – Ars.
Er sérlega góð remedía gegn magakveisu eins og þeirri sem gjarnan verður vart á ferðalögum. Dæmigerð einkenni eru iðrakvef með niðurgangi, kviðverkir, mikill þorsti þó aðeins hægt að drekka í litlum sopum, mikill kuldahrollur, erfitt að halda á sér hita og ef til vill sótthiti. Einkennin eru oft verri að næturlagi. Kuldi af öllu tagi eykur vanlíðan og kaldir drykkir geta valdið uppköstum. Samfara Ars einkennum er gjarnan mikið þróttleysi og mikill kvíði. Stöðugur og sjúkur ótti er líka einkennandi.

Belladonna
BELLADONNA – Bell.
Er gjarnan notað gegn miklum sótthita og bráðri bólgu sem leiða kann til sýkingar. Einkennin birtast alltaf skyndilega. Þegar í byrjun geta þau verið ofsafengin, með hita, þurrki, roða og sársauka sem ýmist einkennist af léttum eð þungum æðaslætti. Mikillar viðkvæmni gætir við snertingu og minnstu hreyfingu. Ofangreindra einkenna kann að verða vart samfara höfuðverk, tannpínu, sólsting, eyrnaverk, kvefi, flensu eða hálsbólgu og einnig við myndun graftakýla. Belladonna dregur fljótt úr sótthita og sársauka.

Bryonia1
BRYONIA – Bry.
Hósti, flensa og höfuðverkur eða liðverkir sem koma smám saman og einkennast af skerandi, nístandi eða rífandi sársauka sem versnar við minnstu hreyfingu. Bryonia einkennum fylgir þurrkur og þorsti og mikil þörf fyrir ferskt eða svalt  loft hefur greinilega slæm áhrif á einkennin. Það getur dregið úr vanlíðan að þrýsta þétt á eða leggja eitthvað kalt við svæðið sem um ræðir. Viðkomandi vill fá að vera í friði og bregst illa við ef hann er ónáðaður. Með þessi einkenni í bakgrunnin mun Bryonia gagnast vel við velgju, uppköstum, niðurgangi eða hegðatregðu.

Gelsemium2
GELSEMIUM – Gels.
Hæfir vel dæmigerðum flensueinkennum; þróttleysi, drunga, áhugaleysi, seyðingsverk í höfði og kuldahroll eða skjálfta ásamt þungum augnlokum. Orkan er lítil, höfuðið ef til vill heitt og þungt en líkaminn þróttlaus, hrollkaldur og skjálfandi. Gels er líka gjarnan gefið við hræðslu og kvíða sem einkennast af máttleysi eða lömun af völdum óttans. Ef líðan er eitthvað þessu lík gagnvart einhverju sem í vændum er mun Gels bæta þar úr.

calcium_sulphide

HEPAR SULPHURICUM – Hepar sulph.
Frábær remedía gegn sýkingum sem í er þroti og gjarnan vilsar úr, jafnvel illa lyktandi gröftur. Mikil viðkvæmni fyrir snertingu og kulda. Skerandi eða nístandi sársauki fylgir þessum einkennum. Eyrnaverkur, tannpína, bólgnir hálskirtlar, gröftur í hálsi, graftarkýli og aðrar ígerðir, ennis- og kinnholabólgur, frunsur og hósti sem nær ofaní brjóstið getur allt fallið undir áhrifamátt Hepar sulph. Allt sem seytar úr vefjum lyktar illa. Önuglyndi og pirringur getur þróast í fúkyrði þar sem lítið þarf til að viðkomandi móðgist eða finnst sér misboðið.

nux-vom
NUX VOMICA – Nux vom.
Hentar vel þeim sem komnir eru á ystu nöf vegna vinnuálags og minnsta tilefni veldur óheyrilegum pirringi. Birta, hávaði og kuldi er allra verst. Eftirköst vegna þungmeltrar fæðu og drykkja. Nux vom jafnar út „daginn eftir“ áhrifin. Það hjálpar líkamanum að hreinsast og reynist vel gegn kvefstíflu, særindum í hálsi, alls kyns meltingavandamálum svo sem, velgju, uppköstum, meltingartruflunum, krampa og þrálátri hægðatregðu. Einkennin eru öll verri á morgnana, við andlega áreynslu og eftir neyslu þungmeltrara eða mikið kryddaðrar fæðu. Enn fremur versna einkennin í köldu og þurru veðri.

Pulsatilla
PULSATILLA – Puls.
Er gjarnan beitt gegn slímhúðarvandamálum sem versna við neyslu þungmeltrar, fituríkrar fæðu og í hita en lagast við hreyfingu, ferskt loft og samúð. Hér er m.a. um að ræða vessandi eyrnabólgu, ennis- og kinnholubólgu, stíflað nef, lausan hósta, augnkvef og vogrís. Pulsatilla einkenni eru yfirleitt mjög flöktandi og remedían á einkum vel við þá sem eru ljósir yfirlitum og feimnir, þó það sé engan veginn einhlítt. Oft er stutt milli hláturs og gráturs. Nefrennsli eða önnur útferð er yfirleitt mikil og gul eða ljósgræn að lit. Greinileg þörf fyrir ferskt loft jafnvel þó viðkomandi sé kalt. Pulsatilla hefur líka reynst vel gegn gigtarverkjum sem flökta úr einum lið í annan. Þetta er jafnframt mjög góð remedía gegn ýmsum dæmigerðum kvennakvillum, sérstaklega blæðingaróreglu.

Leiðbeinandi einkenni
< stendur fyrir: eykur á einkenni, verri líðan.
> stendur fyrir: léttir á einkennum, betri líðan. 


Áverkar og slys
Arn: dregur úr áfalli eftir slys og hvers kyns áverka og flýtir fyrir bata.

Barkahósti
Acon: sótthiti í uppsiglingu, sefar ótta.
Hepar: Kæfandi hósti < kuldi, kalt loft. > hlýtt loft.

Blóðnasir
Arnica.

Bruni
Arn: dregur úr áfalli, losti og bólgu.
Ars: ef sársaukinn minnkar við heitan bakstur.

Ennis- og kinnholubólga
Pulsatilla.
Hepar: < snertingu og kulda. > hlýtt loft.

Eyrnaverkur
Acon: bráður verkur í kjölfar kælingar, ákafur verkur, ótti. < að næturlagi.
Bell: á fyrstu stigum, þungur sláttur, heit og þurr húð. < við minnstu hreyfingu.
Hepar: sýkingar, notist í kjölfar Bell. < kuldi. > hiti.
Puls: rófandi verkur, eyrað er heitt, grátgirni. < hiti. > ferskt loft.

Flugþreyta
Arnica.

Gigtarverkir
Arn: liðagigt, ofreynsla og tognun. < við snertingu.
Bry: heitir og bólgnir liðir. < við hreyfingu. > við þéttan þrýsting.
Gels: verkir eða þróttleysi í útlimum samfara veirusótt.
Puls: óstöðugir, flöktandi verkir í smærri liðum (höndum, úlnliðum).

Hálsbólga
Acon: kemur skyndilega í kjölfar kælingar.
Bell: roði, þroti, bólgnir eitlar, verra hægra megin.
Gels: erfiðleikar við að kyngja.
Hepar: verkur sem skýst eins og píla út í eyrun þegar kyngt er.
Nux: eins og hálsinn hafi verið skrapaður að innan.

Hósti
Acon: kemur skyndilega í kjölfar kælingar.
Bry: þróast smám saman, þurr, sársaukafullur. < hiti, hreyfing. > svalt loft.
Hepar: hrjúfur, laus, barkahósti, slímuppgangur. < kuldi. > gufa, hiti.
Puls: þurr á nóttinni, laus á morgnana. < hiti. > ferskt loft. 

Höfuðverkur
Acon: vegna ótta, spennu eða kuldahrolls. < birta, hiti, hávaði.
Bell: af sólinni, þungur sláttur, roði og hiti í andliti. < við minnstu hreyfingu.
Bry: leiðir frá enni aftur í hnakka. < öll hreyfing. > þrýstingur.
Gels: leiðir frá hnakka fram í enni, þyngsli, sljóleiki í höfði, þung augnlok.
Nux: „timburmenn“, stífur, önuglyndi. < athafnasemi. > útafliggjandi, í yl.
Puls: samfara ennis- og kinnholabólgu með þykku gulgrænu slími.

Uppskurður / aðgerð
Arn: þrisvar á dag, daginn fyrir og eftir aðgerð.

Verkir í brjóstum
Bell: brjóstabólga, hiti og þungur sláttur. < við minnstu hreyfingu.
Bry: brjóstabólga, brjóstin heit og hörð. < við alla hreyfingu.

EF EINKENNUM FYLGIR:
Þróttleysi, hrollur með sviðaverkjum, < kuldi, að næturlagi, > hiti: Ars.
Ofurviðkvæmni, önuglyndi, < kalt loft, > hiti: Nux, Hepar.
Þörf fyrir samúð, grátgirni, < hiti, > ferskt loft: Puls.
Þurrkur, stingandi sársauki, < hit og hreyfing, > kalt loft: Bry.
Roði, verkur með þungum slætti, < snerting, minnsta hreyfing: Bell.
Þróttleysi, < slæmar fréttir, raki, > beygja sig, þvaglár, hreyfing: Gels.
Áhyggjur og kvíði, < hlýja, sætindi, að næturlagi, > kalt loft: Arg nit.

calendula44
Krem og smyrsli:
Arnica – Má notast útvortis á órofna húð. Dregur úr marmyndun og bólgum.
Calendula – Notist á skorna, rifna eða sára húð. „Hómópatíska sótthreinsunin”. Dásamlegt græðismyrsl.
Urtica Urens – Afar róandi á hita og kláða í húð, sem orsakast af minni háttar brunum, sólbruna eða ofnæmis viðbrögðum vegna bita og stungna af völdum skordýra.